10. september 2012
10. september 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lagt hald á 100 grömm af amfetamíni
Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Reykjavík fyrir helgina en í bíl þeirra fundust um 100 grömm af amfetamíni. Hnúajárn var einnig í bílnum og var það sömuleiðis haldlagt. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, m.a. vegna fíkniefnamála.