Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. febrúar 2025

Laganemar fylgjast með málflutningi

Í dag kom í Hæstarétt fjölmennur hópur laganema við lagadeild Háskóla Íslands til að fylgjast með málflutningi.

Þau eru í meistaranámi og sitja í kjörgreininni Bótaréttur III þar sem fjallað er um sérsvið skaðabótaréttar. Kennari þeirra er Valgerður Sólnes prófessor. Fyrir málflutning kynnti Benedikt Bogason forseti réttarins þeim starfsemina og gerði grein fyrir málinu. Um var að ræða skaðabótamál vegna umferðarslyss.

Law students 12022025