16. maí 2024
16. maí 2024
Lagakeppni Skógardagsins mikla
Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðaskógi á 20. ára afmæli í ár. Af því tilefni hefur verið efnt til lagakeppni. Frestur til að skila lögum inn í keppnina er til 25. maí.
Dómnefnd keppninnar velur tíu lög sem keppa í handahófskenndri röð til undanúrslita síðdegis föstudaginn 21. júní í Hallormsstaðaskógi, daginn fyrir sjálfan Skógardaginn mikla.
Miðað er við að höfundum þeirra tíu laga sem dómnefnd velur verði tilkynnt ekki síðar en 3. júní að þau lög verði flutt í undanúrslitunum.
Áheyrendur velja þrjú lög af þessum tíu til úrslita. Þau lög verða flutt á Skógardeginum mikla 22. júní og keppa þar til úrslita. Höfundar sjá um flutning á lögum sínum og verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu lögin.
Hugmyndin er að sjálft sigurlagið geti orðið einkennislag Skógardagsins mikla. Skógardagurinn öðlast flutnings- og afnotarétt af laginu en höfundur heldur höfundarrétti sínum að öðru leyti.
Þátttökureglur
Lög sem send eru í keppnina skulu vera:
frumsamin, bæði lag og texti
að hámarki þrjár og hálf mínúta að lengd
Skil á lögum í keppnina:
Skráarform: mp3 eða mp4
Upplýsingar um höfund eða höfunda
Sent á netfangið skogardagurinn@gmail.com
Nánari upplýsingar:
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir
sími: 892 3523
netfang: begga@logs.is