13. desember 2006
13. desember 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Kynferðisbrotamaður úrskurðaður í gæsluvarðhald
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Maðurinn, sem er fæddur árið 1985, er grunaður um kynferðisbrot gagnvart 13 ára stúlku. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í lok síðasta mánaðar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en hann var nýlega dæmdur fyrir nauðgun sem hann framdi árið 2005.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.