Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. maí 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kynferðisbrot – sleppt úr haldi

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að fimm piltar á aldrinum 17-19 ára sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Þeir voru handteknir í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. maí, en piltarnir eru grunaðir um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í samkvæmi í austurhluta borgarinnar um þar síðustu helgi. Lögreglan hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar.