9. maí 2014
9. maí 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Kynferðisbrot – gæsluvarðhald til 15. maí
Fimm piltar á aldrinum 17-19 ára hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. maí að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru grunaðir um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í samkvæmi í austurhluta borgarinnar um síðustu helgi. Kæra í málinu var lögð fram í fyrradag og voru piltarnir handteknir í kjölfarið.