16. mars 2018
16. mars 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Kynferðisbrot – áframhaldandi gæsluvarðhald
Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, en viðkomandi var handtekinn í janúar.
Rannsókn málsins hefur miðað vel og stefnt er að því að henni ljúki fljótlega. Í framhaldinu verður málið sent embætti héraðssaksóknara.