25. október 2023
25. október 2023
Kvennaverkfall 24.október
HVE styður við jafnréttisbaráttu kvenna og kvár sem eru 87% starfsmanna stofnunarinnar. Konur og kvár eru algjörlega ómissandi í heilbrigðisþjónustu og þurftu því mörg að standa vaktina í gær til að tryggja nauðsynlega þjónustu.
Stjórnendur deilda/starfsstöðva voru beðnir um að leggja sig fram við að skapa aðstæður til að sem flestar konur og kvár komist á boðaða samstöðufundi um starfssvæðið og leita leiða til þess að starfsfólk geti með öðrum hætti sýnt samstöðu með kröfum dagsins.