28. febrúar 2025
28. febrúar 2025
Kosning hafin um handhafa Hvatningarverðlauna skógræktar 2025
Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt öðru sinni á alþjóðlegum degi skóga 21. mars næstkomandi. Hægt er að kjósa um þrjár tilnefningar til verðlaunanna fram til 10. mars.

Verðlaunin eru veitt árlega til að hvetja til dáða einstaklinga, hópa, fyrirtæki, félög eða stofnanir sem vinna óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.
Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands.
Kosningar standa nú yfir milli þriggja sem dómnefnd hefur valið úr hópi tilnefndra. Taktu þátt í kosningunni á: