Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. desember 2025

Könnun á reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorf til lögreglu

Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa árlega að könnun sem snýr að reynslu almennings af afbrotum og viðhorfum til lögreglu

Í ár var könnunin framkvæmd af Maskínu og fengust alls 2.185 svör af öllu landinu meðal íbúa 18 ára og eldri. Könnuninni er skipt í þrjá þætti með spurningum er snúa að:

  1. Reynslu landsmanna af afbrotum

  2. Öryggi íbúa í eigin hverfi og miðborg Reykjavíkur

  3. Viðhorfi til lögreglu; t.d. aðgengi, sýnileika og traust

Hér má finna hlekk á gagnvirkt mælaborð sem sýnir niðurstöður könnunarinnar.

Helstu niðurstöður eru þær að mikill meirihluti landsmanna segja lögreglu aðgengilega og skila góðu starfi við að stemma stigum við afbrotum í sínu hverfi eða um 80% í báðum spurningum. Eins ríkir ánægja með þá þjónustu sem lögregla veitti þeim sem leituð til lögreglu, en um átta af hverjum tíu voru ánægðir.

Þá telur mikill meirihluti landsmanna (91%) sig vera öruggan í eigin hverfi/byggðarlagi þegar myrkur er skollið en töluvert færri töldu sig örugga í miðborginni eftir myrkur, eða um 40%. Öryggi í miðborginni er þó meira meðal íbúa höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og eins telja þau sem búa í eða nærri miðborginni sig öruggari en þau sem búa lengra í burtu.

Þegar litið er til reynslu landsmanna af afbrotum kemur fram að um 6,5% greindu frá því að hafa orðið fyrir innbroti árið 2024, 2,0% fyrir ofbeldisbroti og 2,1% fyrir einhverskonar kynferðisofbeldi. Af þeim sem urðu fyrir innbroti tilkynnti tæplega helmingur brotið til lögreglunnar, rúm 40% tilkynnti ofbeldisbrotið en aðeins um 9,6% þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti tilkynntu það til lögreglunnar.

Hér má sjá niðurstöður fyrir landið allt og hér má sjá niðurstöður fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um rannsóknina:

  • Netkönnun lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu

  • Úrtak: Handahófsvaldir úr Þjóðgátt Maskínu, landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri

  • Stærð úrtaks: 4.880

  • Lögð fyrir 2. til 20. júní 2025

  • Svarhlutfall: 45%

  • Gögn voru vigtuð með tilliti til kyns, aldur, menntunarstigs og búsetu