Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. mars 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kleinubakstur í Kópavogi

Lögreglan var kölluð að húsi í Kópavogi um hádegisbil í gær en þar hafði reykskynjari farið í gang og nágranni gert viðvart. Þegar á vettvang var komið reyndist enginn eldur í húsinu en hinsvegar voru húsráðendur í óða önn að steikja kleinur. Ekki var þetta samt nein fýluferð því lögreglumenn fengu afbragðsgóðar kleinur að launum fyrir skjót viðbrögð.

Það skal áréttað að nágranninn brást rétt við enda er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessi tagi en einu sinni of sjaldan.