28. janúar 2014
28. janúar 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Kjötþjófar handteknir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær þrjá karla sem höfðu stolið kjötvörum úr nokkrum verslunum í umdæminu. Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, höfðu allnokkuð af kjötvörum meðferðis þegar þeir voru handsamaðir. Þremenningarnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.