Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. desember 2025

Kiwanisklúbbar gefa fæðingadeild þrjáðlausan hjartsláttarmonitor

Kiwanisklúbbarnir Herðubreið í Mývatnssveit, Kaldbakur á Akureyri, Skjöldur á Siglufirði, Drangey á Sauðárkróki, Askja á Vopnafirði, Skjálfandi á Húsavík og Grímur í Grímsey, tóku höndum saman og gáfu fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri þráðlausan hjartsláttarmonitor að gjöf.

Saman mynda þessir Kiwanisklúbbar Óðinssvæði, sem flest ár gefa eitthvað sameiginlegt til styrktar börnum á svæðinu. Sjúkrahúsið vill þakka klúbbunum innilega fyrir þeirra fallegu gjöf sem kemur til með að nýtast ákaflega vel.

Engar snúrur sem hindra hreyfingu

„Þráðlaus hjartsláttarmonitor gefur verðandi mæðrum meiri möguleika á að hreyfa sig um í fæðingunni því það eru engar snúrur sem hindra hreyfingu þeirra. Það er auðveldara fyrir þær að breyta um stellingu, en það getur haft jákvæð áhrif á gang fæðingarinnar. Einnig eru þráðlausu nemarnir vatnsheldir og því er hægt að fylgjast náið með hjartslætti barnsins þegar og ef konan óskar eftir því að vera í baði, ” segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, deildarstjóri fæðingadeildar SAk.