Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. september 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kennslanefndir Norðurlandanna funda á Íslandi

Árlegur fundur kennslanefnda Norðurlandanna var haldinn í Eldborg við Svartsengi í gær þar sem 40 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman. Kennslanefndir eru skipaðar rannsóknarlögreglumönnum, læknum og tannlæknum, og þær heyra undir ríkislögreglustjóra landanna. Á fundinum var meðal annars fjallað um náttúruhamfarirnar við Indlandshaf 26. desember á síðasta ári, þar sem margir Norðurlandabúar voru á meðal þeirra sem fórust. Kennslanefndir Norðurlandanna veittu stjórnvöldum í Tælandi aðstoð við að auðkenna lík þeirra fjölmörgu sem fórust í náttúruhamförunum og tóku þrír fulltrúar íslensku nefndarinnar þátt í því starfi í Tælandi.

Fundargestir við Eldborg í Svartsengi.