23. júlí 2014
23. júlí 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Kennsl borin á lík sem fannst við Háöldu
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að lík sem fannst við Háöldu suðvestur af Landmannalaugum fyrir viku sé af bandarískum ríkisborgara, Nathan Samuel Foley-Mendelssohn. Ekkert hafði spurst til hans frá 10. september 2013 er hann var staddur í Landmannalaugum. Víðtæk leit var gerð að Nathan á sínum tíma við erfiðar aðstæður þar sem vetrarveður hafði gengið yfir svæðið á þeim tíma sem talið er að Nathan hafi lagt af stað í göngu frá skálanum í Landmannalaugum. Nathan var fæddur árið 1979.