Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. september 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kennaranámskeið á vegum Sagna - samstarfs um barnamenningu

Sögur - samstarf um barnamenningu bjóða grunnskólakennurum á áhugavert námskeið sem fjallar um það hvernig hægt er að vinna með og virkja börn til að semja sögur og setja þær í alls konar búning.

Fjallað verður um söguskrif, leikritaskrif, hvernig á að semja texta við lag, eða skrifa handrit að stuttmynd. Námskeiðið fer fram á Teams fimmtudaginn 19. september milli kl. 14:30 og 15:15. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og hægt að skrá sig hér.

Það verða þær Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu, Blær Guðmundsdóttir barnabóka- og myndhöfundur, og Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og verkefnastjóri sem ætla að miðla upplýsingum og góðum ráðum úr stútfullum verkfærakistum sínum.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!