Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. júní 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. júlí næstkomandi að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins þann 13. júní síðastliðinn með fjögur kíló af amfetamíni í fórum sínum. Rannsókn málsins er á frumstigi og getur lögregla ekki veitt frekari upplýsingar að sinni.