Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. apríl 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Karlmaður frá Búlgaríu dæmdur í 30 daga fangelsi.

28 ára karlmaður frá Búlgaríu var í dag dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komuna til Seyðisfjarðar með Norrönu þann 4. apríl s.l. Maðurinn viðurkenndi brot sitt greiðlega. Hann mun hefja afplánun strax.