Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. júlí 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Karlmaður dæmdur fyrir afritun greiðslukorta

Erlendur karlmaður á þrítugsaldri var þann 20. júlí dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til níu mánaða fangelsisvistar eftir að hafa orðið uppvís að því að hafa komið fyrir afritunarbúnaði á hraðbanka í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn hóf afplánun dómsins strax. Einungis átta dögum áður var maðurinn handtekinn á Akureyri eftir að rannsókn lögreglu leiddi hana á spor hans, en búnaðurinn fannst þann 7. júlí. Það leið því ekki langur tími frá því að upp komst um brotið þar til dómur féll.