5. september 2011
5. september 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Kannabisræktun í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi á föstudag. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á um 50 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Karl um fimmtugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og viðurkenndi hann aðild sína að málinu.