31. janúar 2011
31. janúar 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Kannabisræktun í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði um helgina. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 40 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Á sama stað var einnig lagt hald á ýmsan búnað sem tengist starfsemi sem þessari. Karl um þrítugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.