Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. nóvember 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kannabisræktun í Garðabæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ í síðustu viku. Í framhaldinu var farið í tvær húsleitir til viðbótar, aðra á höfuðborgarsvæðinu en hina á Suðurnesjum. Kókaín fannst á fyrrnefnda staðnum en á hinum reyndist vera önnur kannabisræktun. Þar og í Garðabæ var samanlagt að finna nokkra tugi plantna. Þrír karlar, tveir á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar en við húsleitirnar var ennfremur lagt hald á ýmsa muni, m.a. fartölvur. Lögreglan á Suðurnesjum veitti aðstoð við húsleitina í umdæmi hennar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.