Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. október 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kannabisræktun-húsleit Í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði framkvæmdi í gær, sunnudag, húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum, þar sem umfangsmikil kannabisræktun fór fram.

Hald var lagt á um 170 kannabisplöntur og mun stærsta kannabisplantan hafa verið um 190 sm há. Þá voru haldlögð nokkur kíló af niðurskornu marihuana, en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða á annan tug kílóa af marihuana.

Tveir menn voru handteknir í iðnaðarhúsnæðinu. Hafa þeir verið yfirheyrðir í gær og í dag vegna málsins, en hefur nú verið sleppt.

Rannsókn málsins er haldið áfram.

Við aðgerðina naut lögreglan í Hafnarfirði aðstoðar fíkniefnalögreglumanns úr Kópavogi sem og sérsveitar ríkislögreglustjórans.