Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. mars 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kannabisræktun á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði í gærkvöldi kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi á Akureyri. Hald var lagt á 6 kannabisplöntur, um tíu grömm af marihuana og tæki og tól til ræktunar. Par á þrítugsaldri var handtekið vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst.

Lögreglan vill minna á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.