Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. september 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kannabisræktun – 400 plöntur haldlagðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi fyrir helgina. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á um 400 kannabisplöntur, en karl og kona á þrítugsaldri voru handtekin á þágu rannsóknarinnar. Í framhaldinu var framkvæmd leit í híbýlum sem fólkið hefur einnig yfir að ráða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þar var lagt hald á nokkrar kannabisplöntur til viðbóta, auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.