Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. mars 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kannabisræktun – 160 plöntur haldlagðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í austurborginni fyrr í vikunni. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 160 kannabisplöntur, auk 8 kg af kannabisefnum. Ekki var að sjá að búið væri í húsinu en það virðist hafa verið notað í þeim eina tilgangi að rækta þar kannabis. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.