16. september 2013
16. september 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Kannabisræktanir – 150 plöntur haldlagðar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu á föstudag. Lagt var hald á samtals um 150 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar, auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. Tvær ræktananna voru mjög umfangsmiklar og var búnaðurinn eftir því. Fimm karlar á þrítugsaldri voru handteknir í þessum aðgerðum, en við þær naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.