Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. maí 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kaffiþyrstir þjófar

Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í þremur þeirra höfðu þjófarnir verkfæri á brott með sér. Verkfærunum var stolið úr tveimur vinnuskúrum og einum bíl en svo virðist sem hina óprúttnu aðila hafi líka þyrst í kaffi. Nokkrar kaffipakkningar hurfu líka úr öðrum vinnuskúranna sem og mjólk sem var geymd í ísskáp á sama stað.