Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. janúar 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Suðurnesjum kærði nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 135 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Annar mældist á 103 kílómetra hraða, einnig á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 70 km. á klukkustund. Þá ók einn án þess að hafa ökuskírteini meðferðis.