Fara beint í efnið

8. desember 2023

Jón Torfi yfirlæknir HSN á Akureyri

Gengið hefur verið frá ráðningu Jóns Torfa Halldórssonar í starf yfirlæknis á Heilsugæslunni á Akureyri.

HSN Jon Torfi

Jón Torfi útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2000 og lauk sérnámi í heimilislækningum árið 2009. Hann hefur starfað við heilsugæslu á Akureyri lengstan starfsferil sinn og verið yfirlæknir heilsugæslunnar á Akureyri frá 2013.

Heilsugæslan mun flytjast í nýtt húsnæði í Sunnuhlíð í janúar og verður það mikil bót á starfsaðstæðum og aðgengi fyrir almenning.

Við óskum Jóni Torfa til hamingju með starfið sem og góðs gengis við að vinna að bættri þjónustu á svæðinu í samvinnu við öflugt starfsfólk stofnunarinnar.