Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. desember 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Jólatónleikar Lögreglukórsins

Jólatónleikar Lögreglukórsins verða haldnir í Grafarvogskirkju sunnudaginn 16. desember klukkan 20:30. Einsöngvarar eru Anna Margrét Óskarsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. „Ég lofa því að tónleikagestir munu eiga mjög góða kvöldstund. Þetta verður auðvitað hátíðlegt en við munum flytja hefðbundin jólalög, bæði eldri og yngri, og einnig frönsk jólalög. Kórinn hefur æft vel og við hlökkum til,“ segir Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri og formaður Lögreglukórsins. Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn og á lögreglustöðvum (forsala).