8. desember 2022
8. desember 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Jólastemning á lögreglustöðinni
Það var glatt á hjalla á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík í dag enda starfsmenn komnir í jólaskap. Ekki spillti það heldur gleðinni að boðið var upp á jólahlaðborð í mötuneytinu. Og að sjálfsögðu mættu allir í sínum bestu jólapeysum í tilefni dagsins!