22. desember 2008
22. desember 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Jólakveðja frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir landsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Líkt og undanfarin ár efndi lögreglan og Umferðarstofa til jólagetraunar á meðal grunnskólabarna. Vinningshafar voru dregnir út fyrr í mánuðinum en hinir heppnu fá að launum bókina Ævintýrið um augastein eftir Felix Bergsson en Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti. Lögreglumenn eru nú í óða önn að koma bókinni til skila en meðfylgjandi mynd var tekin þegar Jóhann Davíðsson, hverfislögreglumaður í Árbæ, færði Magneu Kristínu Fredriksen, 10 ára, eintak en hún svaraði öllum átta spurningunum um umferðarmál alveg hárrétt.
Ljósmynd Jakob Fannar