Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. nóvember 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Jólaheimsókn til Blindrafélagsins

Fyrir skemmstu heimsóttu tveir starfsmenn safnsins glaðbeittan hóp bókaunnenda hjá Blindrafélaginu.

Fyrir skemmstu heimsóttu tveir starfsmenn safnsins glaðbeittan hóp bókaunnenda hjá Blindrafélaginu. Í heimsókninni fóru starfsmennirnir yfir það helsta í jólabókaflóðinu, hvað væri búið að lesa inn og hvað væri væntanlegt fyrir jólin auk þess sem tekið var við ábendingum og skipst á skoðunum um bækur og bókatengt efni. Þetta var sérlega notaleg heimsókn og starfsmenn safnsins eru þakklátir að fá tækifæri til að kynna starfsemi safnsins á þessum vettvangi.