Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. september 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Jafnlaunastefna embættis ríkislögreglustjóra

Embætti ríkislögreglustjóra vinnur að jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85, samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Vottunin staðfestir að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Vottun hf. sér um úttekt á kerfinu og fer fyrsta stigs úttekt fram á launakerfi embættisins í haust.

Jafnlaunavottun var lögfest með lögum nr. 56/2017 sem fela í sér breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum.

Hjá embætti ríkislögreglustjóra vinna 149 starfsmenn. Jafnlaunastefnu embættis ríkislögreglustjóra má lesa hér.