Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. september 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ítrekuð beiðni um upplýsingar

Lögreglan á Suðurlandi vinnur enn að rannsókn líkfundar í Laxárdal í Nesjum. Eins og áður er fram komið hefur Kennslanefnd ríkislögreglustjóra staðfest að líkið er af 19 ára gömlum frönskum manni, Florian Maurice Francois Cendre. Fyrir liggur að Florian kom með flugi til Íslands 1. október 2014 og gisti eina nótt á hóteli í Reykjavík áður en hann fór með flugi, daginn eftir, frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Eftir það er ekkert vitað um ferðir hans. Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið ljósmynd af Florian sem mun hafa verið tekin af honum í Frakklandi í lok árs 2013 eða í byrjun árs 2014.

Lögreglan biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar um ferðir Florian, eða telur sig hafa séð til hans, eftir komu hans til Íslands 1. október 2014, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.