Fara beint í efnið

10. janúar 2023

Íslenskt táknmál í Ritinu

Íslenskt táknmál, ÍTM, er þema síðasta tölublaðs Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, á nýliðnu ári.

ÍTM

Íslenskt táknmál, ÍTM, er þema síðasta tölublaðs Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, á nýliðnu ári. Þrjár ritrýndar greinar fjalla um íslenskt táknmál auk tveggja annarra greina sem fjalla um önnur málefni. Þá er einnig að finna stutta grein með myndefni um döff listir. Ítarlegri upplýsingar má finnaí frétt á heimasíðu Háskóla Íslands. Einnig er hægt að opna Ritið á rafrænu formi.