Fara beint í efnið

1. september 2020

Hvað þýðir Ísland.is BETA?

Nýr og endurbættur vefur Ísland.is er kominn í loftið. Vefurinn er í svokallaða BETA útgáfu sem þýðir að hann sé enn í vinnslu. Vinna við vefinn hefur staðið yfir í marga mánuði og er enn í fullum gangi en nú er komið að því að fá viðbrögð notenda. Markmið vefsins er að veita notendum aðgang að opinberri þjónustu á einum stað á notendavænan og einfaldan hátt.

Skjaskot_islandis

Hvað þýðir BETA útgáfa?
Það er orðið æ algengara að þegar stórum og efnismiklum vefsíðum líkt og Ísland.is er breytt eða þær uppfærðar að byrjað sé á BETA útgáfu. Þrátt fyrir margra mánaða þróun er ekki hægt að tryggja hvað gerist þegar þúsundir notenda byrja að nýta sér þjónustuna. Stórir þróunaraðilar eins og Google byrja t.d. á að gefa út nýjungar og þjónustu í BETA útgáfu. Þegar kemur að upplýsingagjöf og aðgengi að opinberri þjónustu líkt og á Ísland.is má í raun segja að vefurinn verði ávallt í BETA útgáfu þ.e.a.s. í sífelldri þróun til að bæta upplifun notenda. Þess vegna var ákveðið að fara þessa leið og kalla eftir samstarfi við notendur með BETA útgáfu því þannig gerum við vefinn að okkar sameiginlega svæði sem virkilega nýtist
okkur öllum.

  • Vefurinn er í þróun og inniheldur helstu virkni sem verður í fyrstu útgáfu vefsins. Virkni og viðmót getur tekið breytingum frá BETA útgáfu í raunútgáfu.

  • Vefurinn er ekki gallalaus en með því að gefa útgáfu út til notenda fæst betri endurgjöf á stöðuna í þróun.

  • Vefurinn getur innihaldið virkni sem þarfnast frekari lagfæringa.

  • Efnisvinnsla vefsins er enn á frumstigum og verður í sífelldri þróun eftir því sem opinber þjónusta breytist. Sjá nánar um fyrirvara um efni hérna.

  • Þróun vefsins er það langt komin að hægt er að tryggja sambærilega eða betri upplifun en var að finna á fyrri vef og/eða hægt að bregðast hratt við því sem upp á vantar.


Sjá nánar um áherslur okkar í þróun og nánar um Stafrænt Ísland hérna.

Ekki hika við að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan eða senda póst á island@island.is