Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. júní 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Iron Maiden tónleikar

Löggæsla vegna tónleika hljómsveitarinnar Iron Maiden þótti takast vel, en þeir fóru fram í Egilshöll í Grafarvogi í gærkvöldi. Talið er að um 10 þúsund gestir hafi verið á staðnum og komu upp 5 minniháttar fíkniefnamál. Ánægjulegt var að sjá að það heyrði til undantekninga að áfengi sæist á tónleikagestum og virtust allir skemmta sér hið besta. Öll gæsla í húsinu sem stýrt var af Sniglunum var til fyrirmyndar. Það tók um klukkustund að greiða fyrir umferð að tónleikum loknum sem verður að teljast ásættanlegt miðað við þann fjölda sem þarna var saman kominn og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum á svæðinu. Um 30 lögreglumenn komu að verkefninu frá ýmsum deildum embættisins en einnig var fengið liðsinni frá Tollgæslunni með fíkniefnaleitarhunda og löggæslunni stýrt úr stjórnstöðvarbíl Ríkislögreglustjórans. Greinilegt er að tónleikagestir, tónleikahaldarar og lögreglan eru að sjóast í hegðun, framkvæmd, gæslu, löggæslu og umferðarstjórnun hvað varðar fjölmenna tónleika eins og í gær.