Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. september 2025

Innri úttekt á gæðakerfi ISAC

Úttektin á gæðakerfi ISAC fór fram í byrjun september.

Innri úttekt á gæðakerfi ISAC fór fram dagana 3.–5. september. Úttektina framkvæmdi Karolina Magnusson Stenmark, gæðastjóri Swedac, sem er leiðandi stofnun á sviði gæða- og faggildingarmála á Norðurlöndum.

Úttektin gekk vel og kom fram að gæðakerfið hefur tekið verulegum framförum á síðastliðnu ári og uppfyllir kröfur sem gerðar eru til í alþjóðasamhengi. Jafnframt er ljóst að kerfið er enn í þróun og vinna heldur áfram af sama krafti til að tryggja frekari styrkingu og stöðugleika.

Í tengslum við heimsókn Karolinu var jafnframt haldin sérhæfð þjálfun fyrir gæðastjóra ISAC. Markmið þjálfunarinnar var að efla innri færni og styrkja áframhaldandi innleiðingu og þróun gæðakerfisins.