3. desember 2009
3. desember 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Innflutningur á fíkniefnum – laus úr gæsluvarðhaldi
Karl á fimmtugsaldri og kona á þrítugsaldri, sem voru handtekin í síðustu viku og í kjölfarið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 2. desember í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi fíkniefna, eru laus úr haldi. Rannsókn málsins miðar vel og því þótti ekki ástæða til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds. Fólkið var handtekið í Grafarvogi en á heimili þess fannst verulegt magn fíkniefna.