Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. september 2003

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innflutningur á Ecstasy töflum upplýstur

Mánudaginn 8. september upplýsti lögreglan í Keflavík í samvinnu við Tollpóststofuna í Reykjavík innflutning á 30 Ecstasy töflum sem bárust með bréfasendingu frá Póllandi. í tengslum við málið voru tveir pólskir menn handteknir í Grindavík og viðurkenndi annar þeirra að vera eigandi að eiturlyfjunum, sem vinur hans í Póllandi hafi sent sér. Vildi hinn kærði ekki segja til nafns hans. Málið telst upplýst.