Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. apríl 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innbrotsþjófur handtekinn í Kópavogi

Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Kópavogi í nótt en sá hafði brotist inn í íbúð í fjölbýlishúsi. Tveir menn voru í íbúðinni þegar þjófurinn hugðist láta greipar sópa en annar þeirra vaknaði og við það lagði þjófurinn á flótta. Kauði var handtekinn skömmu síðar og var þá með tvo gaskúta í fórum sínum. Ekki er fyllilega ljóst hvort þjófurinn stal þeim áður eða eftir að hann fór í fyrrnefnda íbúð. Þjófurinn, sem var í annarlegu ástandi, var færður á lögreglustöð og þar játaði hann sök í málinu eftir að víman var runnin af honum.