Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. janúar 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innbrotsþjófur handtekinn

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gær en hann er grunaður um þjófnað á tækjabúnaði úr vöruhúsi á höfuðborgarsvæðinu. Hann er jafnframt grunaður um að hafa stolið bíl aðfaranótt þriðjudags. Sami maður er einnig talinn tengjast þjófnaði sem var tilkynntur í síðustu viku.

Í nótt var karlmaður á miðjum aldri handtekinn í miðborginni en í fórum hans fannst varningur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Unglingsstúlka var staðin að hnupli í Smáralind í gær og karlmaður á miðjum aldri var gripinn við sömu iðju í matvöruverslun annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.