Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. október 2004

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innbrot upplýst

Lögreglan í Bolungarvík hefur upplýst innbrotin í Félagsmiðstöðina Tópas og golfskálann í Bolungarvík. Brotist var inn á báðum stöðum aðfaranótt 20. sepember s.l. og stolið þaðan tölvum og öðrum verðmætum.

Eftir að ábendingar bárust frá almenningi fannst hluti þýfisins og í framhaldi af því beindist grunur lögreglu að tveimur mönnum sem búsettir eru í Bolungarvík. Við frekari rannsókn málsins viðurkenndu þessir aðilar að hafa verið þarna að verki og eru málin þar með upplýst.