30. ágúst 2007
30. ágúst 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Innbrot og þjófnaðir
Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tveimur hárkollum og lítilræði af peningum var stolið úr fyrirtæki í miðborginni. Í sama hverfi voru skartgripir og fartölva tekin úr öðru fyrirtæki. Verkfærum og reiðhjóli var stolið úr bílskúr í Hafnarfirði og í Kópavogi var bifhjól tekið úr ónefndri íbúð. Í síðarnefnda bæjarfélaginu var einnig brotist inn í verslun en eigandi hennar saknað fjögurra tölva. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í austurborg Reykjavíkur en þar hafði þrítugur karl gerst fingralangur. Það mál er upplýst en hin eru áfram til rannsóknar.