26. maí 2009
26. maí 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Innbrot og frelsissvipting – tveir handteknir
Tveir karlar um tvítugt eru nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir hafa játað aðild sína að málinu á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í gærkvöld. Þar var farið inn á heimili karls á áttræðisaldri og miklu af úrum og skartgripum stolið. Húsráðandi kom að mönnunum og var hann sleginn í andlitið og síðan bundinn á höndum og fótum með límbandi.
Mennirnir, sem hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, voru handteknir síðdegis á heimili annars þeirra í austurhluta borgarinnar. Lögreglan leitar þriðja mannsins í tengslum við rannsókn málsins og er búist við að hann verði handtekinn innan tíðar, verði hann þá ekki þegar búinn að gefa sig fram.