Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. maí 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innbrot í hús og bíla

Fartölvu var stolið úr húsi í miðborginni síðdegis í gær en þar hafði þjófurinn brotist inn um glugga. Í sama hverfi var reynt að fara inn í kjallarabúð en þar kom styggð að þjófnum sem hvarf tómhentur á braut. Í Breiðholti var brotist inn í íbúð á jarðhæð og þar saknaði húsráðandi fartölvu og hleðslutækis.

Í vesturhluta borgarinnar var brotist inn í tvo bíla. Veski og greiðslukortum var stolið úr öðrum bílnum en geislaspilara og hátölurum úr hinum. Útvarp var tekið úr bíl í Grafarholti og þá voru rúður brotnar í bíl á Álftanesi en ekki var að sjá að neinu hefði verið stolið.