Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. mars 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innbrot í hús og bíla

Allmörg innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring. Tölvubúnaði var stolið frá fyrirtækjum í Kópavogi og í austurborginni var farið í peningakassa hjá öðru fyrirtæki. Aðeins smámynt var í kassanum og því hafði þjófurinn vart erindi sem erfiði. Óprúttnir aðilar brutust líka inn í tvö önnur fyrirtæki í borginni og hjá stofnun í Hlíðahverfi en þeir fóru tómhentir frá öllum stöðunum og trúlega hefur komið að þeim styggð við þessa miður skemmtilegu iðju.

Fartölvu var stolið úr bíl í miðborginni og á sama svæði hurfu verkfæri og fatnaður úr öðru ökutæki. Skópör voru tekin úr bíl í Hlíðahverfi og í Kópavogi saknaði maður verkfæra sem voru í bílnum hans.