Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. október 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innbrot í bíla

Nokkuð var um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í gær en fimm slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. Brotist var inn í þrjá bíla í Kópavogi og tvo í Reykjavík og úr þeim stolið ýmsum verðmætum. Vegna þessa vill lögreglan ítreka að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.